Forsýning myndarinnar „Pawn Sacrifice“ fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðastliðinn miðvikudag. Myndin fjallar um ævi skáksnillingsins og síðar Íslendingsins Roberts James Fischer. Hápunktur myndarinnar er einvígi hans við Boris Spassky sem fram fór í Laugardalshöllinni sumarið 1972. Það er stórleikarinn Toby Maguire sem fer með hlutverk Bobbys Fischer í myndinni og nokkur atriði hennar voru tekin hérlendis. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi verið minnst jafnoft á Reykjavík eða Ísland í stórmynd frá Hollywood.
↧