Fyrir þá sem fylgjast vel með stjörnunum í Hollywood getur það verið á við dágott áfall að lesa um skilnaði uppáhalds stjarna sinna. Mörgum brá til að mynda í brún þegar fréttir af skilnaði popprokkhjónanna Gwen Steffani og Gavin Rossdale birtust fyrr á árinu sem og þegar skilnaður Blake Shelton og Miröndu Lambert skók sveitatónlistarheiminn á svipuðum tíma. Á dögunum kom svo í ljós að Blake og Gwen eru nýjasta tónlistarparið en þau eru einmitt bæði dómarar í söngþættinum The Voice.
↧