Ein af ástæðunum fyrir gífurlegu ríkidæmi stjarnanna í Hollywood eru gróðavænlegir auglýsingasamningar þar sem uppáhaldsstjörnurnar okkar dásama allt frá sturtusápu til tölvuleikja. Stundum getur maður þó ekki annað en klórað sér í hausnum yfir því af hverju fyrirtækin völdu hina og þessa stjörnu til að auglýsa vöru sína og af hverju stjörnurnar vildu selja andlit sitt hinum ýmsu misgáfulegu vörutegundum. Getur til að mynda einhver svarað því af hverju Olsen-systur féllust á að setja nafn sitt á tannkremstúbu?
↧