Fræga og ríka fólkið í Hollywood virðist yfirleitt vera gallalaust þegar við venjulega fólkið sjáum því bregða fyrir á rauða dreglinum. En það er kannski ekki endilega raunin þegar betur er að gáð. Sumar af stærstu stjörnunum hafa skrýtna líkamlega galla – ef galla má kalla – sem kunna að koma spánskt fyrir sjónir. Það kemur nefnilega sumum kannski á óvart að Hollywood-stjörnurnar eru bara venjulegt fólk eins og við. Og það eru ekki allir sem leggjast undir hnífinn til að láta lagfæra sig þótt eitthvað sé ekki alveg eins og það ætti að vera. Sumir gera jafnvel bara grín að skrýtnu líkamspörtunum.
↧