Undirbúningur fyrir tökur á stórmyndinni Fast 8 stendur nú sem hæst á Íslandi. Framleiðslufyrirtækið Truenorth á Íslandi vinnur að undirbúningi fyrir myndina. Þetta er risavaxið verkefni og munu ríflega tvö hundruð manns koma hingað til lands á vegum Hollywood-risans Universal Pictures. Samkvæmt heimildum DV munu ríflega 200 Íslendingar tengjast verkefninu.
↧