Oona og Salinger er skáldsaga eftir franska rithöfundinn Frédéric Beigbeder, sem er nýkomin út í góðri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hinn ungi Jerry Salinger, sem gengur með rithöfundadrauma, kynnist hinni kornungu Oonu, dóttur Nóbelsskáldsins Eugene O‘Neill. Salinger er kallaður í herinn en Oona flytur til Hollywood, giftist Charlie Chaplin og eignast með honum átta börn. Salinger gerist rithöfundur og skrifar hina stórkostlegu skáldsögu Bjargvættinn í grasinu og verður einnig einn frægasti einfari heimsins.
↧